Fréttir
Nýr vefur um hann Jónas
<p>- www.jonashallgrimsson.is</p>

Vefur um Jónas Hallgrímsson   Þann 16. nóvember 2006 á degi íslenskrar tungu, opnar Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn vef um Jónas Hallgrímsson. Vefurinn er unninn að tillögu nefndar sem skipuð var af menntamálaráðherra í tilefni 200 ára fæðingarafmælis þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Markmiðið með vefnum er að  heiðra minningu Jónasar, kynna verk hans og gera þau aðgengileg á Netinu og vekja athygli á vísindastörfum Jónasar. Miðað við er að vefurinn verði í þróun fram til 16. nóvember 2007. Ritstjóri vefsins er Rósa Bjarnadóttir (rosabj@bok.hi.is) Slóðin á vefinn er www.JonasHallgrimsson.is