Fréttir
Skáldat er að skella á!
- 10 keppendur, feitur ferðavinningur, roknaljóðastuð...

Nú er loksins komið í ljós hverjir keppa til úrslita í Skáldati 2004. Valið var í hópinn eftir gæðum ljóða, aldri og stíl.   Keppendur verða eftirtaldir:   Ása Björg Valgeirsdóttir Bjarni Gunnarsson Gunnar Liljendal Haukur Hilmarsson Kristján Hreinsson Sigurbjörg Sæmundsdóttir Sigurður Skúlason Stefán Bogi Sveinsson Urður Snædal Þorsteinn Eggertsson   Glæsilegir bókavinningar eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin en aðalgulrótin er 25.000 króna gjafabréf frá IcelandExpress.   Dómnefnd skipa Erpur Eyvindarson, Svanhildur Óskarsdóttir og Sverrir Stormsker. Þó er vert að taka fram að áhorfendum í sal gefst kostur á að kjósa og hafa þannig veruleg áhrif á úrslitin. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20:00 í Tjarnarbíói á Menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst 2004, og henni lýkur áður en hin rómaða flugeldasýning hefst.   Aðgangur er ókeypis og takmarkaður sætafjöldi.   Allar nánari upplýsingar er að finna hér.