Það sem verður á vegi mínum 2
Á Heiðarfjalli við húktum
hermenn í ókunnu landi
Og nú kvarta þeir yfir að við kúktum
í kamar úr íslenskum sandi.
 
Loftur Kristjánsson Smári
1963 - ...
Vísir, Fös. 19. apr. 07:45
Vilja ræða úrgang á Heiðarfjalli við Powell
Eigendur Heiðarfjalls á Langanesi óska eftir fundi með Colin Powell utanríksráðherra Bandaríkjanna eða aðstoðarmönnum ráðherrans þegar hann kemur til Íslands í maí til að sitja fund NATÓ-ríkja. Björn Erlendsson, einn landeigendanna, segir viðbrögð við beiðninni vera jákvæð þó henni hafi enn ekki verið svarað formlega. Landeigendurnir hafa lengi krafist þess að Bandaríkjamenn þrífi eftir sig gríðarlegt magn af úrgangi sem skilinn var eftir á Heiðarfjalli þegar radarstöð hersins var lögð niður.


Ljóð eftir Loft Kristjánsson Smára

Á KFUK fundi
Það sem verður á vegi mínum 1
Það sem verður á vegi mínum 2
Búddista Barbie.
Dánarfregnir og jarðarfarir
Af moldu ertu kominn
Það sem verður á vegi mínum 3