Heima
Suður fórumk um ver,
en ég svarna ber
öflga eiðstafi
úr úthafi:
munarmyndum
mjög þótt yndum,
heimrof mig finni
hjá Huldu minni.

Þar er barmi blíður
og blómafríður
runnur í reit,
er ég rökkri sleit,
dalur, sól og sær
og systur tvær,
einkamóðir
og ástvinir góðir.

Þar er búþegn beztur,
bóndi og prestur,
til þess tel ég vottinn, -
trúir enn á drottin
og á sjálfan sig,
svo sem ég á mig.
Þar er líf í landi
og ljóshæfur andi.
 
Jónas Hallgrímsson
1807 - 1845


Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson

Uppkast að "Ég bið að heilsa!"
Fremrinámar
Víti
Heima
Skrælingjagrátur
Hugnun
Batteríski syndarinn
Á gömlu leiði 1841
La Belle
Andvökusálmur
Á nýjársdag 1845
Bósi
Ó, þú jörð
Ég ætlaði mér að yrkja
In aquilonem nocturnum
Dalabóndinn í óþurrknum
Réttarvatn
Óhræsið
Laxinn
Dalvísa
Vísur Íslendinga
Ég bið að heilsa
Söknuður
Ferðalok
Bjarni Thorarensen
Saknaðarljóð
Ísland
Stökur
La belle
Ad matrem orbatam
Vorvísa
Kvölddrykkjan
Gunnarshólmi
Móðurást
Íslands minni
Einbúinn
Galdraveiðin
Hulduljóð
Ásta
Helvíti
Fjallið Skjaldbreiður