Eilífð þú mig ást
Tveir engladvergar kysstust
það var ekki svo klámfengið
bossarnir hristust þó
en skvampið var bara rómantískt

sannfærðir um að stefna þeirra
var einhver og raunveruleg
en ekki bein lína
flugu þeir inn í framtíðina
með hendur um axlir hvors annars

himinninn glitraði
á meðan þeir ákváðu að
trúa ekki á neitt
nema hina líðandi stund
og sama skýjið sem þeir fóru
reglulega framhjá  
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn