Útskrift Bjarna Hólmars
Á fremri síðu á gjafakorti:
Í laganna nafni þessu ljóði fram snörum,
nú lofum soninn góðan, við þig og mig.
Í námi er bestur við nærri um það förum
og núna stefnir garpurinn, á hærri stig.
Hans lögfæðimenntunin leiftrar á vörum,
er lýsir hann fræðunum, við mig og þig.
Lunkinn með pennann og lipur í svörum,
lætur hann Bjarni engan skítmokka sig.
Á afrari síðuna. Með kærri kveðju!
Lifðu vinurinn og lifðu hratt,
leiktu á þíða strengi.
Á hangsinu margir fara flatt
og fá ekkert brautargengi.
Smáatriðin oft skipta sköpum,
skalt því leggja eyru að þeim.
Oft er það vansi angurgöpum,
engum málum að koma heim.
Eigðu þína sannfæring sanna
og slaka ekki á nokkurt hót.
Í vandlæting vitlausra manna,
vertu bara harður sem grjót.
Með ósk um gæfu og gengi
og gleðiríkra daga.
Megi æska þín endast lengi
og öll verða ljúf þín saga.
Mamma og pabbi
Í laganna nafni þessu ljóði fram snörum,
nú lofum soninn góðan, við þig og mig.
Í námi er bestur við nærri um það förum
og núna stefnir garpurinn, á hærri stig.
Hans lögfæðimenntunin leiftrar á vörum,
er lýsir hann fræðunum, við mig og þig.
Lunkinn með pennann og lipur í svörum,
lætur hann Bjarni engan skítmokka sig.
Á afrari síðuna. Með kærri kveðju!
Lifðu vinurinn og lifðu hratt,
leiktu á þíða strengi.
Á hangsinu margir fara flatt
og fá ekkert brautargengi.
Smáatriðin oft skipta sköpum,
skalt því leggja eyru að þeim.
Oft er það vansi angurgöpum,
engum málum að koma heim.
Eigðu þína sannfæring sanna
og slaka ekki á nokkurt hót.
Í vandlæting vitlausra manna,
vertu bara harður sem grjót.
Með ósk um gæfu og gengi
og gleðiríkra daga.
Megi æska þín endast lengi
og öll verða ljúf þín saga.
Mamma og pabbi
Bjarni okkar útskrifaðist með láði úr viðskiptalögfæði á Bifröst 06.09.08