Veröldin
Veröldin hún virðist mér,
voða orðin úr sér gengin.
Níðst hefur á sjálfri sér,
sloppið burt með illan fenginn.

Upp úr iðrum sínum dælt,
eitrinu sem hausinn kvelur.
Hún aldrei hefur í því pælt,
hversu ódýrt sig hún selur.

Ef gaumgæf lega að er gáð,
glöggt er hægt að finna.
Hverjir þeim fræjum hafa sáð,
sem hörðust meinin vinna.
 
Konráð J. Brynjarsson
1979 - ...
Að nokkrum heilvita manni skildi detta í hug að skíta inni í stofu hjá sér...!!!


Ljóð eftir Konráð J. Brynjarsson

Allt sem mig vantar...
Kvalræði kveðskaparins
Atómljóð
Veröldin
Taðmokstur úr höfði