Litla barn.
Góðan dag, litla barn.
Dagur rís úr húmi nætur.
Andlit þitt, geyslar af,
lífsins draumi frá í gær.

Brosið þitt, lifnar við,
svona eins og lífið gengur.
Stundum tár, stundum bros,
fallvalt lífið.

Ég var eitt sinn eins og þú,
svona ofurlítill drengur,
þegar allt var svo yndislegt og aðvellt.
Faðirinn er ég nú,
hin hliðin blasir við,
að horfa á barnið vaxa úr grasi,
eins og við hin.  
Einar Örn Konráðsson
1979 - ...
Ekkert rím, bara einfalt og frjálslegt. Þetta eru 3. erindi sem ég samdi við lagið "father and son" e. Cat Stevens. Vantar smá í þetta. versogúð


Ljóð eftir Einar Örn Konráðsson

Litla barn.
Líf eftir þetta líf.
Ástin mín eina.