Fylgsni mannlegar hugsunar
Inní hyldýpi hugans ég fer
Í gegnum hugarheima og geima ég ferðast um og sé,
undur og stórmerki af mínu eigin ímyndunarafli.
Ég lít í kring og hugsa;
Upp kemur nýr kafli.

Hver er munurinn hér og þarna úti?
Hvað er ég sosum að hanga í þessum poka af kjöti, beini og líkamsvessum?
Hvaða gagn hef ég af þessu?
Minn heili er mín blessun!
Svo ég ætla bara að vera hér.
Fer ekki fet frá mér!  
Þórður Ingvarsson
1979 - ...


Ljóð eftir Þórð Ingvarsson

Atóm Ljóð
Fitting
Það kallar
Tv Temper
Post-Linguistic
Fylgsni mannlegar hugsunar