Ísland best í heimi
Byrjuðum sem víkingar
montnir sem hel.
\"Við fundum land í norðri,
ég skipi þínu stel.\"
Og fluttu svo hingað á ískaldan mel.
Fundu upp glímu, kepptu í því
drukku mikið, kveiktu í.
Þannig var grunnurinn að bestu þjóð í heimi!

Jón forseti var betri leiðtogi
en keisarinn í Kína.
Hr. Nóbel var mættur
með stafsetninguna sína.
Jónas skáld úr Öxnadal
orti sín fögru ljóð,
um land okkar og þjóð.
Þannig var næsta skref hjá bestu þjóð í heimi!

Byltingin byrjaði er herinn kom
og gerði okkur að nútímalandi.
Bresku dátarnir gáfu okkur kók
og komu okkur úr hættu standi.
Síðan komu stjörnurnar á færibandi:
Björk syngur best,
Jón Páll hafði vöðvaafl mest,
svo eigum við okkar fagra hest.
Þannig endar frásögn mín um bestu þjóð í heimi!  
Einar L. Gunnlaugsson
1991 - ...
Þjóðarstolt okkar Íslendinga bara almennt.


Ljóð eftir Einar

Ísland best í heimi
Umdeild áras
Saga geimsins
Litlir guttar
Stóra golfhandbókin
Missir
Sjálfsímynd