sveppalofgjörð
þú ert sólin sem sindrar um heim
þú ert silfrið í skartgripum fínum
þú ert bláklukka í biðukollasveim
þú ert bláminn á himninum mínum

þú ert lyktin sem lokkar mín vit
þú ert ljósið sem glitrar á sjónum
þú ert hjarta sem hamrar með þyt
þú ert hlátur í guðlegum tónum

þú ert allt sem að elska ég
þú ert engill sem vísar mér veg
 
Pykill
1988 - ...
samið með það í huga að sveppir eru og verða "það".


Ljóð eftir Pykil

á milli svefns og vöku
bæn fyrir börnin
taktmælir tímans
sárustu tárin
sveppalofgjörð
litli prinsinn
blað
kuldaboli
tunglið
ísland í bítið
rituals