

Í kvöld munu englar alheims gráta
Því þú verður farinn mér frá
Og á morgun er englarnir vakna
Þeirra von mun hverfa og þrá.
Sársauki brostinna vængja
Er fljúga um horfna slóð
Þeir finna aldrei leiðina heim
Og vökna við táraflóð.
Hvert einasta tár mun falla og bresta
Er englar alheims gráta í nótt
Og þú munt aldrei ferðinni fresta
Þín augu munu hverfa skjótt.
Þú verður alltaf hjá mér
Í hjarta mínu og sál
Ó, þú ferð aldrei frá mér
Eilíft logandi ástarbál.
Því þú verður farinn mér frá
Og á morgun er englarnir vakna
Þeirra von mun hverfa og þrá.
Sársauki brostinna vængja
Er fljúga um horfna slóð
Þeir finna aldrei leiðina heim
Og vökna við táraflóð.
Hvert einasta tár mun falla og bresta
Er englar alheims gráta í nótt
Og þú munt aldrei ferðinni fresta
Þín augu munu hverfa skjótt.
Þú verður alltaf hjá mér
Í hjarta mínu og sál
Ó, þú ferð aldrei frá mér
Eilíft logandi ástarbál.
Að horfa á einhvern fljóta frá þér.. og það er ekkert sem þú getur gert. Er það versta sem til er í þessum grimma heimi.