adjö
Öll myndum við kjósa
að stíga ekki útí kant eða lengra
stíga ekki á strik
fara ekki út af veginum vandrataða

einhverjir eru öðrum áttavilltari
og aðrir klofríða fjósröftum

án þess þó að brjóta gullna reglu
get ég sagt að manneskjan sem gagnrýndi mig fyrir sleggjudóma
sé veruleikafirrt sjálfumglatt kjánaprik
sem vill engum illt ef aðrir engu ráða

illt er fátt með öllu
og hlýtur hverju sinni byr að ráða
 
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi