Heigull
orðin eru orðin
svo mörg
og gjörðir gerðar.

allt virðist ekkert
svo víða
og tómleikafullt

Sárt svíður
hið eina rétta
er það rétta
hið eina?

Ef allt er klappað og klárt
vandast málið
einfaldlega

Höfuðið fullt
af svörum
við einhverju öðru
orðin eru orðin
að spurningum

enginn svarar
ég læt hringja út


 
Kristjón
1970 - ...


Ljóð eftir Kristjón

Spor
Leit
Hver er maðurinn?
Framíköll
Klukkutími
Orðabækur
Insomnia
Trúður glatast
Valkyrjur
Starfskraftur óskast!
Jöfnuður
Yfir öxlina
Þægilegur maður og notalegur
Ég veit vel að ég er til
Stór kaupmaður
adjö
Hvað eru skáldin að fela?
Heigull
Að skapa heima
Samvizka
Nóttin
Helgi