Þú spyrð, við svörum!

Af hverju er vefurinn ekki gagnvirkur?

Ljóð.is var frá upphafi hugsaður sem sýningarsvæði fyrir ljóð, fremur en samræðuvettvangur á milli skálda. Undanfarið hefur þó komið til tals að útbúa samskiptaleiðir á milli skráðra notenda og verður sá möguleiki þróaður á næstu mánuðum.

Af hverju er ekkert spjallborð á ljóð.is?

Við veltum þessu fyrir okkur í upphafi og ákváðum að halda okkur við einfaldleikann.

Það hefur þó komið til tals upp á síðkastið að setja inn spjallborð. Það er aldrei að vita...

Af hverju birtist ljóðið mitt ekki strax?

Til þess að halda uppi einhverjum gæðakröfum á ljóð.is kíkjum við á öll ljóð sem berast okkur áður en þau eru samþykkt. Það er gert til að:

a) koma í veg fyrir að settir séu inn klámfengnir textar

b) stoppa af ljóð sem eru uppfull af stafsetningar- og málvillum.

Við sem sinnum ljóð.is gerum það í sjálfboðastarfi og því myndast stundum svolítil biðröð.

Hverjir standa að ljóð.is?

Stofnendur ljóð.is eru Davíð A. Stefánsson, Jón Gunnar Gylfason og Helgi Hrafn Gunnarsson. Hönnun og hugmyndavinna var í höndum Davíðs, utan þess að merki ljóð.is var teiknað af Kolbrá Braga. Helgi Hrafn sá um forritun, Jón Gunnar hélt utan um verkefnið.

Árið 2004 bættust nýir meðlimir í hópinn: Arnar Sigurðsson, Halldór Marteinsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.

Árið 2006 bættust enn tveir meðlimir við: Ásgeir Beinteinsson og Erla Karlsdóttir.

Aðrar hjálparhellur í gegnum tíðina: Solveig Edda Vilhjálmsdóttir, Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir, Kristian Guttesen.

Fæ ekki lykilorðið mitt sent

Þeir sem ekki fá send lykilorð í pósti þegar beðið er um nýtt verða að athuga hvort spamfilter á þeirra tölvu eða á server er að blokka póstinn frá kerfinu okkar.

Þetta ætti að duga til að leysa málið.

Sendu okkur samt póst á info@ljod.is ef það gerir það ekki.

Hvernig get ég tekið þátt í ljóð.is?

Sendu okkur bara póst á info@ljod.is og segðu hvað þú vilt gera.....meðan það er hægt að tengja við ljóð á einhven hátt.

Þessa daga erum við að leita að fólki til að taka þátt í Opin Hljóðnemi/Hljóðljóð verkefninu. Verkefnið er styrkt af Menntamálaráðuneytinu. Sendu okkur póst og láttu okkur vita ef þú hefur áhuga.

Get ég bent ykkur á mín uppáhaldsljóð?

Við erum alltaf á höttunum eftir ljóðum til að nota sem ljóð dagsins. Ef þú heldur sérstaklega upp á eitthvert ljóð bentu okkur endilega á það og við sjáum hvað við getum gert.

Ef þú vilt hinsvegar láta þitt ljóð birtast sem ljóð dagsins þarftu að skrá þig inn sem nýjan notanda. Þá geturðu sett inn öll þau ljóð sem þú vilt.

Notendur?

Notendur er svokallað heimasvæði ljóðskálda. Þar er hverjum og einum gefinn kostur á að skrá sig inn undir notendanafni og lykilorði og setja inn ljóð til að geyma og sýna öðrum.