Fréttir
Ertu rík(ur)?
Það erum við ekki, og þurfum á þinni aðstoð að halda!!!

Það erum við ekki, og þurfum á þinni aðstoð að halda! Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur farið til að stuðla að áframhaldandi rekstri ljóð.is og frekari þróunarvinnu. Öll framlög eru vel þegin... Ég vil gerast styrktaraðili Þú getur haft samband við okkur og gerst beinn styrktaraðili ljóð.is. Við stöndum ekki í greiðslukortastappi (það er lítil ljóðræna í því...) heldur sendum greiðsluseðla í samráði við þig og bankann þinn. Framlagið þarf ekki að vera hátt (því margt smátt gerir eitt stórt) og eru fimm hundruð krónur á mánuði til að mynda heilmargar krónur fyrir okkur. Upphæðin er alfarið í þínum höndum. Allir styrktaraðilar sem það vilja verða skráðir í stafsrófsröð á þakkarsíðuna Vinir ljóð.is, burtséð frá styrktarupphæð hvers og eins. Hafðu samband á david@ljod.is til að gerast styrktaraðili. Ég vil kaupa mér einkaslóð Þú getur tryggt þér einkaslóð inn á heimasvæði þitt á ljóð.is. Í stað þess að slóðin líti svona út: http://www.ljod.is/poemcollection.php?sView=poet-view&iPoetID;=13&sSearch;=authors mun hún líta svona út: http://www.ljod.is/david. Þessu fylgja ótvíræðir kostir, til að mynda að geta á einfaldan hátt sagt fólki hvar nákvæmlega ljóðin þín er að finna á ljóð.is. Einnig einfaldar þetta þér og öðrum að útbúa tengla yfir á síðuna þína. Einkaslóðin kostar kr. 2000- á ári og fylgir safnbókin Hundrað og 1 ljóð með í kaupbæti. Greiðsla fer fram með einfaldri millifærslu í banka og því er greiðslukort ekki nauðsynlegt. Hafðu samband á david@ljod.is til að kaupa þér einkaslóðina þína. Ég vil kaupa safnbókina Hundrað og 1 ljóð Ljóð.is gaf út safnbók fyrir jólin 2003. Í henni er að finna hundrað og eitt ljóð af síðum ljóð.is. Sjá nánar hér: http://101.ljod.is/. Bókin er seld í póstkröfu á kr. 1500-. Sendu nafn, heimilisfang, kennitölu og fjölda eintaka á david@ljod.is og við sendum þér pakka um hæl. Takk fyrir að nota vefinn okkar og takk fyrir stuðninginn!