Fréttir
Nýr hýsingaraðili
- Modernus til bjargar

Nú nýverið þurftum við að skipta um hýsingaraðila fyrir ljóð.is með stuttum fyrirvara. Eftir krókaleiðum vina og vandamanna kom í ljós að hjá nettalningarfyrirtækinu www.modernus.is vinna afar ljóðelskir menn, þeir Jens og Einar, og eftir vinalegar þreifingar varð niðurstaðan sú að Modernus myndi hýsa hinn áragamla ljóðavef allra Íslendinga endurgjaldslaust.

Fyrir lítinn ljóðavef sem rekur sig að mestu í sjálfboðavinnu munar auðvitað miklu að fá svona styrk og kunnum við þeim Modernus-mönnum bestu þakkir fyrir.