Fréttir
Hermann Stefánsson á Skáldaspírukvöldi
- þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20 í Iðu

Næsta Skáldaspírukvöld verður haldið að venju í Iðu, þri. 21.nóv. kl. 20.00. Skáld kvöldsins verður Hermann Stefánsson rithöfundur og tónlistarmaður. Hann mun m.a. lesa upp úr nýrri ljóðabók, Borg í þoku, sem Hávallaútgáfan gefur út. Með þessari bók kveður Hermann sér hljóðs með gjörólíkum hætti, baksvið ljóðanna er borgin Santiago de Compostela á Spáni og er bókin prýdd fjölda ljósmynda.

Þá mun hann ásamt bróður sínum, Jóni Halli, rithöfundi, einnig kynna jóladisk sem von er á bráðum, en hann heitir: Ofankoma af fjöllunum. Munu þeir bræður leika nokkur lög af diskinum. Á diskinum er að finna tregablandin jólalög eftir Jón Hall Stefánsson, en í sveitinni sem stendur að diskinum leika þeir: Þórarinn Kristjánsson, trommur, Árni Kristjánsson, rafgítar, Hermann Stefánsson, bassi, banjó o.fl. og Jón Hallur sjálfur, kassagítar, söng o.fl.

Skipuleggjandi kvöldsins er sem fyrr, listamaðurinn, útgefandinn, talnaspekingurinn og sjósundkappinn, Benedikt S. Lafleur. Gestir mega taka með sér veitingar í bókarýmið að ofan.

Benedikt S. Lafleur lafleur@simnet.is Holmaslod 4, 101 Reykjavik

vs: 55 282 55 / gsm: 659-3313 www.lafleurpublishing.com www.benediktlafleur.com www.numeralogia.com www.ermasund.is