Fréttir
Ný ljóðabók: Innviðir
- heildarljóðasafn Bjarna Bernharðs

Innviðir – Ljóð 1975 - 2006

Blásið af allar skrúðgöngur! Deus kynnir – með stjörnuregni og stolti – níundu afurð sína, heildarljóðasafn Bjarna Bernharðs. Bjarni Bernharður hefur fengist við ljóðagerð í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma hafa komið út eftir hann allmargar ljóðabækur. Í ljóðum sínum leitar hann víða fanga og hefur næman skilning á blæbrigðum augnabliksins og gangi tilverunnar. Hans ljóðræna innsæi gerir hvert einstakt ljóð að lifandi mynd sem inniheldur allt sem þarf. Ljóðin eru aldrei ofskreytt með orðum en byggð á sterkum og fáguðum orðaforða eins og prósarnir sem eru á sama hátt fágaðir og markvissir. Í prósum sínum dregur hann up mynd af hugsun sinni og upplifun og glæðir hana lífi. Prósarnir eru á sama hátt eins og ljóðin, lifandi og hreinskilnir á kjarnmiklu máli. Það er því ánægjulegt að nú skuli koma út bók með samantekt af því besta sem eftir hann liggur. Þannig sést hvað hann vex af ljóðinu og er enn í vexti.

BÓKAFLÓÐ*Forlögin hampa strengjum af ruslahaug tungunnar.

Fimbulfamb í lausu og bundnu máli.

Ofgnótt ritaðra orða af færibandi.

Bókaflóð. *

DEUS --

http://www.internet.is/deus

*Innviðir – Ljóð 1975 - 2006


* *--