Fréttir
Brettið upp ermar!
<p>- Ljóðstafur Jóns úr Vör, skilafrestur til 15. desember</p>

Lista og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess. 3ja manna dómnefnd mun velja úr ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess vænst að ljóðunum sé skilað á pappírsstærðinni A-4 eða A-5. Skilafrestur er til 15. desember 2006 og utanáskriftin er:   Ljóðstafur Jóns úr Vör Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs b.t. Sigurbjargar H. Hauksdóttur, Fannborg 2, 200 Kópavogur   Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör sunnudaginn 21. janúar 2007. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar; eftir það verður þeim eytt.