- opnun föstudaginn 23. febrúar kl. 17:00
Föstudaginn 23. febrúar klukkan 17:00 verður sýningin „Að mynda orð“ opnuð í Hoffmannsgalleríi.
Sýningin samanstendur af nýjum og eldri verkum myndlistarmanna og ljóðskálda sem notast bæði við texta og myndræna þætti í verkum sínum.
Eftirtaldir aðilar eiga verk á sýningunni:
Ásta Ólafsdóttir Davíð Stefánsson Eiríkur Örn Norðdahl Guðný Rósa Ingimarsdóttir Gyrðir Elíasson Haukur Ingvarsson Hlynur Hallsson Hreinn Friðfinnsson Hörn Harðardóttir Kári Tulinius Óskar Árni Óskarsson Stórsveit Áræðis Þorvaldur Þorsteinsson
Sýningarstjórar eru Davíð Stefánsson og Kristinn G. Harðarson.
Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121, fjórðu hæð og er opið frá 09:00 - 17:00 alla virka daga. Sýningin stendur fram í apríl. Aðgangur er ókeypis. Léttar veitingar verða í boði við opnun.
Nánari upplýsingar veita Davíð í síma 897 4683 og Kristinn í síma 897 6710.