Fréttir
Nýjung í íslenskum ljóðheimum
- kvæðaspjallborðið Kvasir

Kvæðaspjallborðið Kvasir (http://kvasir.thoforum.com)

Opnað hefur verið spjallborð sem kallast Kvasir. Tilgangur þess er að sameina alla þá sem hafa gaman af og kunna að yrkja kvæði (vísur og ljóð) svo skammlaust sé bragfræðilega. Notendur með reynslu taka glaðir að sér að leiðbeina þeim sem vilja yrkja hefðbundið en hafa ekki þekkingu til.

Þar er vettvangur til að kynna sig (Hlaðið), kveðast á (Stuðull), yrkja um málefni líðandi stunda (Önn), kynna ljóðabækur og fá menn til að draga ljóð upp úr skúffunni (Kver), tilkynna um hagyrðingamót, kvæðafundi og ljóðaupplestur (Taflan), sem og að ræða um bragfræði, gömul kvæði og íslenskt mál (Baðstofan).   Kvasir (http://kvasir.thoforum.com)