Fréttir
Fleiri nýjungar í netheimum
- Skáldasetur Jóhannesar úr Kötlum á netinu

Afkomendur Jóhannesar úr Kötlum hafa sett á stofn skáldasetur Jóhannesar á léninu www.johannes.is og standa þar að alhliða gagnagrunni og upplýsingaveitu um ævi og skáldskap hans. Á vefsvæðinu má nálgast fróðleik af ýmsu tagi og í ýmsum myndum fyrir börn og fullorðna, nemendur, fræðimenn og aðra er áhuga hafa á verkum skáldsins.