Fréttir
Skáldaspírukvöld Lafleaur
Guttesen skáldaspíra 15. maí 2007

Kristian Guttesen skáld og þýðandi, sem er lesendum TMM að góðu kunnur, var að gefa út nýja bók, Glæpaljóð, hjá JPV útgáfu. Af því tilefni verður hann skáldaspíra hjá Benedikt la Fleur í Bókabúð Eymundssonar við Austurstræti þriðjudagskvöldið 15. maí kl. 21. Þar les hann úr nýju bókinni og segir frá ljóðunum. Einnig les hann úr eldri bókum sínum. Þess er skemmst að minnast að Kristian var tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna nú á vormánuðum fyrir þýðingu sína á hinni áhrifamiklu norsku skáldsögu Brekkunni eftir Carl Frode Tiller (Salka).Skipuleggjandi kvöldsins er hinn óþreytandi Benedikt la Fleur sem nú hefur hlotið styrk frá Reykjavíkurborg til þessa þjóðþrifastarfs.