Fréttir
Síðasta reykmettaða ljóðakvöldið!
- Stúdentakjallaranum 31. maí

Í tilefni af gildistöku nýju reykingalaganna stendur Stéttarfélag  ungskálda (SUS) fyrir síðasta reykmettaða ljóðakvöldi  Íslandssögunnar fimmtudagskvöldið 31. maí. Ljóðakvöldið  verður haldið á Stúdentakjallaranum og hefst upplestur klukkan  21:00.   Fram koma skáldin Arngrímur Vídalín, Hildur Lilliendahl,  Jón Örn Loðmfjörð, Kári Páll Óskarsson, Kristín Svava  Tómasdóttir, Steinar Bragi og Urður Snædal.Áhersla verður lögð á alþýðlegt og fjölskylduvænt andrúmsloft.