Fréttir
Ný ljóðabók eftir Bjarna Bernharð
<font size="1"><em>- Blóm / The Shadowline - Klæðnaður fyrir miðnætti</em>. </font>

Bjarni Bernharður hefur sent frá sér nýja ljóðabók sem ber hinn skelegga titil Blóm / The Shadowline - Klæðnaður fyrir miðnætti.

BLÓMHöfum kyrrt umlofum fræinu að spíraí hugskoti. Að álitlegu blómi. Eins vístað gullkornum rigni.

Bjarni Bernharður gaf út fyrstu ljóðabók sína, Upp og ofan, árið 1975 og með henni kom strax í ljós að pilturinn var gæddur góðum skáldgáfum. Sú bók var myndræn og djarfleg, í senn rómantísk og jarðbundin og furðuþroskuð á einhvern unggæðislegan og svolítið háskalegan hátt. Í þessari ljóðabók, sem kemur út 32 árum og mörgum ljóðabókum seinna og eftir mikla lífsreynslu, er ljóst að að þráðurinn hefur ekki slitnað. Í ljóðum sínum leiðir Bjarni Bernharður lesandann um ýmsar veraldir og vitundarstig, hann bregður upp óvæntum myndum og tengingum, og má öðrum þræði kenna ljóðin  við súrrealisma, án þess það sé endilega meðvituð stefna skáldsins, enda lítt upp á stefnur komið – notar einfaldlega það sem þarf. Skáldið leiðir lesandann um sálardjúp og draumheima, upp á heiðar, inn í skóga og gegnum öngstræti og húsasund inn í þann þjóðfélagslega veruleika þar sem gefa þarf stríðæsingamönnum og gróðapungum á baukinn. Veröldin einkennist af óreiðu og vá en líka fegurð og yfir djúpum vötnum svífur bjartsýni, enda spretta blóm á bökkum þótt níðhamar gnæfi yfir.Bókin sem er 63 bls. kemur út hjá Ego Útgáfunni á fæst í Eymundsson, Austurstræti, og Mál og menningu, Laugarvegi. -- Bestu kveðjur,   Kristian Guttesenhttp://guttesen.is