Fréttir
Tæknin stríðir ljóðskáldunum
<p><span style="FONT-WEIGHT: bold; COLOR: rgb(153,51,0)">- <span class="Title">ljóð.is lá niðri vegna tæknilegra örðugleika</span></span></p>

Ágætu notendur!Eins og margir ykkar hafa eflaust tekið eftir lá ljóð.is niðri í rúma viku, eða frá föstudegi í Verslunarmannahelgi, 3. ágúst. Ástæðan var sú að Modernus.is, sem hefur gert svo vel að hýsa vefinn okkar, sameinaði starfsemi sína ISNIC og þennan föstudag fór flutningur netþjóna fram.Ekki vildi betur til en svo að eitthvað fór úrskeiðis hvað varðaði ljóð.is og það tók tíu daga að fá botn í málið. Þetta er sem betur fer einsdæmi í nærri sex ára sögu vefsins og langlengsti „niðritími“ sem við höfum upplifað.Ötulir notendur eru beðnir afsökunar á þessari röskun og boðnir velkomnir aftur inn á vefinn.Kveðja frá stjórnendum.