Fréttir
Viltu skipuleggja ljóðakvöld?
- ljóð.is leitar að ábyrgu aðstoðarfólki

Í gegnum tíðina hefur ljóð.is staðið fyrir ótal ljóðakvöldum, en nokkuð er um liðið síðan síðast. Nú höfum við fengið eindregna beiðni frá veitinga- og kaffihúsi hér í Reykjavík sem vill endilega halda ljóðakvöld 1-2 sinnum í mánuði í samstarfi við ljóð.is.Við auglýsum því eftir áhugasömum ljóðaunnendum sem gætu hugsað sér að skipuleggja ljóðakvöld. Vinsamlega sendið tölvupóst á david@ljod.is með helstu upplýsingum, netfangi og símanúmeri.Kveðja,ljóð.is