Fréttir
Sex ára afmæli í dag!
- 16. nóvember 2007

Í dag, 16. nóvember 2007, á ljóð.is 6 ára afmæli. Því miður gafst ekki tími til þess núna að standa fyrir uppákomu í tilefni dagsins, en þó er aldrei að vita nema eitt létt ljóðakvöld verði haldið fyrir jólin. Til þess væri full ástæða - jólin 2007 eru að reynast hin mestu ljóðajól og óvenju margar safaríkar ljóðabækur að líta dagsins ljós.   Í bili verður látið nægja að þakka notendum síðunnar fyrir virknina og fyrir að halda merkjum ljóð.is á lofti. Til hamingju með afmælið!   Kveðja,   Davíð A. Stefánsson