Fréttir
Ljóðleikar 28. febrúar
- ljóðakvöld ljóð.is á Dillon kl. 21:00

Eftir langa bið stendur ljóð.is fyrir ljóðakvöldi. Viðburðurinn nefnist Ljóðleikar og verður haldinn á öldurhúsinu Dillon, Laugavegi 30.   Eftirtalin skáld lesa upp úr verkum sínum:

Einar Már Guðmundsson Ísak Harðarson Anna Kolbeinsdóttir Eva Hauksdóttir

Hrafnkell Már og Rakel Einarsbörn sjá um tónlistarflutning.   Aðgangur er ókeypis og herlegheitin hefjast stundvíslega kl. 21:00.