Fréttir
- aðeins íslensk ljóð frá 16. mars
Ágætu notendur! Upprunalega var ljóð.is hugsaður sem vefur fyrir íslensk ljóð. Fljótlega fór þó að bera á því að notendur settu einnig inn ljóð á ensku. Án mikillar umhugsunar var litið svo á að tjáning í enskum ljóðum væri jafn gjaldgeng og tjáningin á hið ástkæra, ylhýra og því höfum við í gegnum árin samþykkt inn í gagnagrunninn fjölmörg ensk ljóð. Nú hefur verið ákveðið að taka fyrir innsendingu ljóða á öðrum tungumálum en íslensku frá og með laugardeginum 16. mars. Við einbeitum okkur í staðinn að því að meðhöndla íslenskuna og ljóðin sem þar fæðast. Þeim sem kjósa að semja á ensku er bent á heimasíður sem eru tileinkaðar enskum ljóðum, t.d. poetry.com.