Fréttir
Ljóðakvöld í vikunni 19.-25. júlí
- þrjú ljóðakvöld, nóg að gerast

Þrjú ljóðakvöld eru á dagskrá í borginni í þessari viku:

 

Þriðjudagskvöld kl. 21:00 er Skáldaspírukvöld á Kaffi Reykjavík.

Fram koma:

Arnar Sigurðsson, Halldór Marteinsson, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Vala Þórsdóttir, Símon Örn Birgisson, Valur Grettisson, Ólafur Kolbeinn Grettisson og Urður Snædal.

 

Miðvikudagskvöld kl. 20:30 er ljóðakvöld á Ömmukaffi, Austurstræti.

 

Fimmtudagskvöld kl. 21:00 er 11 Skáld í samvinnu við ljóð.is. Barinn 11, Laugavegi 11, hefur staðið fyrir nokkrum ljóðakvöldum upp á síðkastið.

Fram koma:

Birgir Svan Símonarson, Einar Valur Bjarnason, Höjkur, Myrra Rós Þrastardóttir, Abigel, Kristín Svava Tómasdóttir, Haukur Ingvarsson og Margrét Hugrún Gústafsdóttir.