- Blóðeyjar eftir Sigrúnu Björnsdóttur
Út er komin ljóðabókin Blóðeyjar eftir Sigrúnu Björnsdóttur. Í henni eru þrjátíu ljóð sem skiptast í þrjá kafla. Í þeim fyrsta er orðið og blóðheit ástin lykilstef, í öðrum landið og blóðfórnir og í þeim þriðja tíminn og blóðeyjar.
Á árinu 2002 kom út fyrsta ljóðabók Sigrúnar Næturfæðing, en hún á einnig ljóð í nokkrum ljóðasöfnum og á ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar (www.jonas.ms.is/hofundar.aspx?hofundarID=85&ljodID;=103).
Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður ljóðauppákoma í bókakaffihúsinu Glætunni í Aðalstræti 9, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 20.00. Þar verða lesin ljóð úr bókinni, tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson leikur og syngur frumsamda tónlist og fleiri ljóðskáld lesa úr verkum sínum. Frekari upplýsingar í síma 820 8895 eða sigrunb@radvis.is