Fréttir
Uppsveifla/Niðursveifla eftir Þorgerði Mattíu
- ný ljóðabók frá Nykri

Uppsveifla/Niðursveiflaeftir Þorgerði Mattíu Út er komin ljóðabókin Uppsveifla/Niðursveifla eftir ljóðskáldið Þorgerði Mattíu Kristiansen. Þetta er fyrsta ljóðabók ungskáldsins, sem fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu nú í haust. Þorgerður Mattía tók til við ljóðagerð fyrir fáeinum árum og var sem flóðgáttir opnuðust og úr þeim beljuðu ljóðöldur, djúpsigldar, tilfinningaríkar, fullar blæbrigða; ljóðöldur sem virða tungumálið og vilja snerta hvaðeina í víðri veröld.Til að byrja með skýldi Þorgerður Mattía sér á bakvið dulnefnið Hugskot og dældi inn ljóðum á www.ljod.is/hugskot en nú er tími til kominn að sveiflast upp og út í heiminn.Uppsveifla/Niðursveifla hlýðir titli sínum og skiptist í tvo hluta sem má líkja við öldudal og öldutopp - hana er hægt að lesa frá hvorri kápuhlið sem er og einhvers staðar í henni miðri liggur hið gullna jafnvægi.Bókin er 109 bls. og hægt er að panta eintök af henni með því að senda póst á toggam@simnet.is eða nykurforlag@gmail.com. Hún fæst vitanlega einnig í betri bókabúðum.Nánari upplýsingar veita Þorgerður Mattía í síma 847 1570 og Davíð í síma 820 5516.