Fréttir
Ný ljóðabók frá Nykri
- Refur eftir Emil Hjörvar Petersen

Svik og lygar: Helsti veikleiki okkar eða drifkraftur?Refur – ný ljóðabókRefur eftir skáldið Emil Hjörvar Petersen er komin út hjá skáldafélaginu og grasrótarforlaginu Nykri. Lævísi, svik og lygar eru yrkisefnin í þessari kraftmiklu ljóðabók. Af innsæi nýtir Emil refstáknið og skapar ádeilukennt verk sem hreyfir við lesendum með heildstæðu myndmáli og glöggri sýn á helstu veikleika okkar. Refurinn smýgur sér inn í ljóðin úr samtímanum, goðsögum, bókmenntum, dýrafræði, barnasöngvum – hann er alls staðar.Svik og lygar eru sérstaklega áberandi þessa dagana. Er veruleikinn byggður á lygum og stungum í bak? Hvað ætlast hver einstaklingur fyrir, hvernig nær hann takmörkum sínum? Með því að svíkja aðra? Eru svik og lygar drifkraftur mannverunnar til að lifa af eða einfaldlega hið stóra niðurrifsafl? Emil beinir meðal annars sjónum að spurningum af þessu tagi og skapar þéttofinn ljóðaheim sem hristir upp í sjálfsmyndum.Úr ringlureiðinni yfir í svikin. Refur er önnur ljóðabók Emils en í fyrra sendi hann frá sér Gárungagap sem fjallaði um ringulreiðina. Bókin fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda:„Hér er vel ort. Það er því óhætt að vænta nokkurs af Emil í framtíðinni."Skapti Þ. Halldórsson, Morgunblaðið„Skáldleg sýn, mikið hugarflug, áflog við Braga."Sigurður Hróarsson, FréttablaðiðNánari upplýsingar gefa Emil Hjörvar Petersen (s: 869-8391 / emil@hi.is) og Davíð Stefánsson (s: 864-7200 / david@ljod.is). Verð kr. 2000-.