Fréttir
Guttesen á ferð og flugi
- ljóð á albönsku

Skáldið Kristian Guttesen verður fulltrúi Íslands á tólftu „Ditet E Naimit“ skáldahátíðinni í Makedóníu, dagana 23. – 26. október næst-komandi. Á hátíðinni verða skáld frá Evrópu, Afríku og Kanada. Önnur norræn skáld sem taka þátt eru Anni Sumari frá Finnlandi og Trine Andersen frá Danmörku. Ráðgert er að Kristian taki þátt í þremur upplestrum.

Samhliða hátíðinni kemur út veigamikið þýðingarit með albönskum þýðingum á ljóðum þátttakenda, og verða þar á meðal ljóð úr Glæpaljóðum Kristians sem JPV útgáfa gaf út á síðasta ári.

http://www.forlagid.is/Forsida/Article.aspx?id=4083 http://www.bokmenntir.is/displayer.asp?catid=5&module;id=220&element;_id=2147