Fréttir
Áttu þrjátíu ljóð?
- frekari bókaútgáfa í deiglunni

Í fyrra gáfum við út hina vönduðu safnbók Hundrað og 1 ljóð með góðum árangri. Nú stendur fyrir dyrum frekari útgáfa undir merkjum ljóð.is. Í þetta skiptið verður gefin út ein bók með ljóðum fjögurra skálda. Átt þú lítið safn ljóða sem þú vilt koma fyrir almenningssjónir? Viltu gera það á einfaldan og ódýran hátt? Sendu þá 30 bestu ljóðin þín á david@ljod.is fyrir 8. ágúst 2004. Vinsamlega hafðu ljóðin í Word-skjali. Farið verður með öll handrit sem trúnaðarmál.