Fréttir
Nýr starfshópur ljóð.is 2012-2013
- áhugasamir sjálfboðaliðar óskast

Kæri notandi ljóð.is og aðrir ljóðaunnendur!

Hinn rúmlega tíu ára gamli ljóðavefur ljóð.is óskar eftir aðstoð þinni. Við höfum starfað sleitulaust í rúman áratug og státum af glæsilegu ljóðasafni eftir núlifandi höfunda í bland við eldri ljóðskáld, lifandi og látin.

Nú höfum við þróað nýja útfærslu af vefnum með spennandi breytingum og verður hún sett í loftið á næstu mánuðum. Af því tilefni verður breytt um umsjónarform á vefnum, með það að markmiði að auka vegferð hans og mikilvægi.

Hér með er því óskað eftir sjálfboðaliðum í 3-5 manna starfshóp ljóð.is 2012-2013. Verkefni hópsins eru fjölbreytt:

Áhugasamir hafi samband með pósti á david@ljod.is fyrir 1. apríl 2012.