Fréttir
Ljóð.is 20 ára á degi íslenskrar tungu
– endurforritaður vefur þann 16. nóvember 2021 og nýtt útlit væntanlegt

Í tilefni af 20 ára afmælisdegi Ljóð.is þann 16. nóvember 2021 hefur verið settur í loftið endurforritaður vefur sem markar upphafið á nýju tímabili eftir áralanga ládeyðu. Einnig er í vinnslu ný útlitshönnun sem verður kynnt skömmu eftir afmælisdaginn.

Fyrirhugað var að halda litla afmælisveislu og veglegt ljóðakvöld í miðbæ Reykjavíkur, en í ljósi hertra Covid-takmarkana verður henni frestað til síðari tíma.

Við hvetjum því alla ljóðaunnendur til að fylgjast vel með næstu daga, vikur og mánuði!