Fréttir
Viltu hjálpa til á Menningarnótt?
- Skáldatið biður um nokkra fúsa vinnumaura

Nú eru umsóknir í Skáldat 2004 farnar að streyma inn um lúguna hjá ljóð.is og orðið af keppninni farið að berast víða um þjóðfélagið.   Eftir því sem nær dregur skýrist skipulag keppninnar, og þá kemur í ljós að ansi mörg handtökin þarf til á sjálfan keppnisdaginn.   Hefur þú áhuga á að hjálpa til? Við erum ekki að tala um einhverja erfiðisvinnu, aðeins snitt og snatt og ýmislegt smálegt.   Engin laun eru í boði (því eins og allir vita er ljóðið dautt og því ekki aflögufært um peninga). Sendu póst á david@ljod.is ef þú ert til í tuskið.