Fréttir
Skáldaspírukvöld
- á Kaffi Reykjavík þriðjudagskvöld kl. 21:00

Velkomin á sextánda Skáldaspírukvöldið. Áfram á Kaffi Reykjavík, 17. ágúst, nk. þriðjud. kl. 21.00.   Ung og efnileg skáldkona, Þórdís Björnsdóttir fagnar útkomu nýrrar ljóðabókar, Aðalsteinn Jörundsson les við tónlist, Einar Ólafsson, Jónína Óskarsdóttir og Róla Ólöf lesa ljóð.   Til liðs við Skáldaspíruna hafa nú gengið Kristian Guttesen og Birgítta Jónsdóttir sem munu hjálpa Benedikt S. Lafleur og Gunnari Randverssyni við skipulagningu kvöldanna í vetur.