Fréttir
Samkeppni á Menningarnótt
- ljóðaupplestur í Hallargarðinum

Þó svo við á ljóð.is mælum eindregið með því að fólk hafi Skáldatið í Tjarnarbíói á Menningarnótt efst í forgangsröðinni er okkur ljúft að tilkynna eftirfarandi atburð:   Á Menningarnótt milli kl. 16 - 18 og kl. 20 - 23 verður haldinn Laufskálaupplestur og boðið upp á "opinn hljóðnema" í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg.   Fram koma meðal annarra Vilborg Dagbjartsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Kristian Guttesen, Berglind Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson, Anna Lára Steindal, Kristjón Kormákur Guðjónsson, Haraldur Sigfús Magnússon, Baldur Óskarsson, Einar Ólafsson, Jón frá Pálmholti og Kristín Svava Tómasdóttir.   Einnig lesa Árni Ibsen og Benedikt S. Lafleur úr verkum sínum og mun hljómsveitin 101 leika frumsamið efni. Að lokum verður "opinn hljóðnemi" og hafa fleiri höfundar og leikarar boðað komu sína. Allir velkomnir.