Fréttir
11 Skáld í samvinnu við ljóð.is
- ljóðakvöld fimmtudaginn 26. ágúst

Fimmtudagskvöld kl. 21:00 er 11 Skáld í samvinnu við ljóð.is. Barinn 11, Laugavegi 11, hefur staðið fyrir nokkrum ljóðakvöldum upp á síðkastið við góðar undirtektir.   Fram koma meðal annarra:   Björk Þorgrímsdóttir, Davíð A. Stefánsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Sverrir Stormsker.   Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir.