Fréttir
Hagyrðingakvöld í Reykjanesbæ
- Ljósanótt fimmtudaginn 2. september kl. 20:00

Hagyrðingakvöld verður haldið á Ljósanótt í Reykjanesbæ fimmtudaginn 2. september kl. 20:00 í Stapa.   Ljósanótt er haldin hátíðleg í september ár hvert í Reykjanesbæ og er hagyrðingakvöld í fyrsta sinn á dagskrá.   Pétur Blöndal hagyrðingur hefur veg og vanda af undirbúningi kvöldsins en markið er sett á fjölmennasta hagyrðingakvöld á Íslandi.   Ef vel tekst til má reikna með að hagyrðingakvöld verði fastur liður í dagskrá Ljósanætur.