Fréttir
Ljóð í lífið - ljóðadagskrá Rúnu K. Tetzschner
- 20. október og 10. nóvember á Horninu kl. 20:30

Hér eru fréttatilkynningar og dagskrár fyrir uppákomurnar Ljóð í lífið sem ég stend fyrir 20. okt. og 10. nóv. á Horninu. Ég tileinka kvöldin útkomu handskreyttra ljóðabóka minna: Gullkornasandsins og Í samræðum við þig og handskreyttra  ljóðakorta  með ljóðum eftir Einar Má Guðmundsson, Elísabetu Jökulsdóttur, Þorgeir Rúnar Kjartansson, Birnu Þórðardóttur,  Gunnar Dal, Hallgerði  Gísladóttur og mig.   Ljóðin hef ég skrautskrifað og myndskreytt á gjafakort og látið prenta í 100 eintökum og handskreyti síðan hvert einasta eintak. Ýmsir snjallir listamenn, bæði skáld og tónlistarmenn, heiðra okkur með  þátttöku í uppákomunum, flytja eigin verk og fagna einnig útkomu nýrra skáldverka  sinna. Ljóð í ífið  má skoða sem sjálfstætt framhald af fjölmennri  listaveislu  sem  ég skipulagði á Horninu í desember í fyrra og einhver ykkar man ef til vill eftir: Skáldið sem dó & skáldið sem lifir.   Rúna K. Tetzschner