Fréttir
Ný ljóðabók eftir Sigurð Skúlason
- á leiðinni (á hjóli lífsins)

Út er komin ljóðabókin á leiðinni (á hjóli lífsins) eftir Sigurð Skúlason, leikara og skáld. Bókin hefur að geyma nokkrar örsögur og aðra ljóðræna texta.   Sigurður Skúlason er fæddur í Reykjavík árið 1946. á leiðinni er þriðja bók hans.  Áður hafa komið út margbrotinn augasteinn (1981) og ævinlega hér (1996).  Auk þess hefur Sigurður fengist við þýðingar, þýtt bæði leikrit og ljóð og bækur um andleg efni.   Útgefandi er Salka.