Fréttir
Ný ljóðabók eftir Val Brynjar Antonsson (Nýhil)
- Ofurmennisþrá

Nýhil kynnir: Nú loks er fyrsta ljóðabók Vals Brynjars Antonssonar, Ofurmennisþrá - milli punkts og stjarna, komin út.   í millitíðinni leita tónar mínir   og ævintýri mín – könnun stjarnanna – byrja í sturtunni heima krepptur hnefi ofurmennis í nærbuxum teygir sig út til himins eins og ég í sturtuhausinn     Á kápu stendur:   "Já gemmér! gemmér! gemmér! þessa ansans dansandi mjaðmahnykki ljóðanna, lát skáldið kveina af frygð og stynja af feigð: „Þú ert skáld af því það er eitthvað að þér.” Skáld! Og helvítið strýkur sér fálega og ákaft og oft og hratt um kviðinn, nýbúinn að borða, hlær og segist með ljóðræna Tourettes, þessi skáldanna termíti! Yrkir eins og rós með rétt um þúsund rætur, þúsund fætur, nei! túlípani frekar en rós, með gulan kúpul yfir ljósið í höfðinu, lampann og glansandi skínandi mölflugur sem flögra óðfluga vængjablakandi inn undan nasavængjum guðdómsvængjaðs skálds – engin er rós án þyrna eða vélbyssuvana túlipani. Þessari bók verður maður/kona að mæta með tilreidda standpínu, reiðubúin(n) í typpaskylmingar við raunveruleikann. Skylmingar við gleði og heift. Typpi! Standpína! Í kynlausum skilningi...   Og brostu."   Bókin er 48 blaðsíður og leiðbeinandi verð er 2.190 kr. Hana má panta með því að senda tölvupóst á nyhil@nyhil.org og Val má fá í viðtöl með því að hringja í 5510936 eða senda tölvupóst á valurbrynjar@hotmail.com.