Fréttir
Við erum hógværðin uppmáluð...
...því við urðum 3 ára og létum engan vita!

Já, ljóð.is átti þriggja ára afmæli þann 16. nóvember 2004, á Degi íslenskrar tungu. Vegna anna umsjónarmanna varð því miður ekkert úr fagnaðarlátum og afmælisveislum. Úr því verður bætt að ári.   Bestu kveðjur til allra notenda ljóð.is - án ykkar væru ekki rúmlega 12.000 ljóð hér inni!