Fréttir
Útgáfugleði Sölku-forlags
- Þjóðleikhúskjallaranum, 24. nóvember kl. 20:30

ÚTGÁFUGLEÐI SÖLKU 2004 Í kvöld 24. nóvember kl. 20.30  heldur SALKA útgáfuhátíð í Þjóðleikhúskjallaranum.

Höfundar og þýðendur lesa upp úr verkum sínum  auk þess sem Jóhanna Þórhallsdóttir syngur nokkur lög við undirleik Tómasar R. Einarssonar og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kynnir verður Hlín Agnarsdóttir. Okkur væri það mikil ánægja ef þú sæir þér fært að koma og gleðjast með okkur. Bestu kveðjur, SÖLKURNAR