Fréttir
Orðastaður Torfhildar - félags bókmenntafræðinema
- ljóð, tungumál, táknfræði og South Park á Dillon, 30. nóvember kl. 20:30

Þann 30. nóvember næstkomandi verður fyrsti Orðastaður Torfhildar í vetur haldinn á Dillon. Þar er áætlað að hittast og hlusta á tvær framsögur og spjalla um efni þeirra á eftir. Framsögumenn að þessu sinni eru:   Davíð A. Stefánsson. Davíð mun fjalla um bók sem hann vinnur að með stuðningi frá Mjólkursamsölunni og lesa úr henni valda kafla. Bókin fjallar á einfaldan hátt um ljóð, tungumál og táknfræði daglega lífsins, og er ætlunin með henni að vekja unglinga til umhugsunar um hinar ýmsu hliðar á valdi tungumálsins. Bókin verður færð öllum 13 ára unglingum að gjöf haustið 2005.   Hannes Óli Ágústsson. Hannes mun draga saman helstu niðurstöðurnar úr BA-verkefni sínu sem kallast „South Park: samfélagið í hnotskurn; myndmál, tungumál og hugmyndafræði í South Park“. Sjónvarpsþættirnir vinsælu eru þar m.a. skoðaðir með kenningum um grótesku og gamanleiki.   Samkoman hefst kl. 20:30 og verða tilboð á barnum.   Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir (og ekki bara bókmenntafræðinemar).   Heimasíðu Torfhildar má finna hér.